Efling – stéttarfélag og SGS undirrituðu í gær kjarasamning við NPA miðstöðina. Einu breytingarnar sem gerðar voru frá fyrri samningi eru hækkun launa. Er hækkun launa sú sama og kom á almenna markaðnum.
Mánaðarlaun þeirra sem eru að byrja hækka um 40.256 kr á mánuði.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera í eitt ár hækka um 42.201 kr á mánuði.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera í þrjú ár hækka um 46.406 kr. á mánuði.
Mánaðarlaun þeirra sem eru búnir að vera 5 ár eða lengur hækka um 52.963 kr á mánuði.
Eins hækkar vaktaálag á stórhátíðardaga og verður greinin í kjarasamningnum sem hér segir: „Vinna á nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní, aðfangadag eftir kl. 12:00, jóladag og gamlársdag eftir kl. 12:00 greiðist með 120% álagi, þó þannig að frá kl. 16:00 – 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag er 165,00% álag.“ Þetta þýðir að vaktaálagið hækkaði úr 90% í 120% og úr 120% í 165%.
Rafræn kosning verður haldinn meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá NPA miðstöðinni um samninginn. Rúmlega 200 Eflingarfélagar starfa undir samningnum við að aðstoða fatlað fólk.
Lesa má texta samningsins hér.
Sérkjarasamning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma má lesa hér.