Föstudaginn 12. maí var undirritaður kjarasamningur milli Eflingar og SORPU. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Hækkanirnar í samningnum eru þær sömu og í Reykjavíkurborgarsamningum og er hækkun í launatöflu á bilinu 40.000 kr til 47.000 kr. Til viðbótar hækka þrifaeiningar, stöðvarálag og víraálag um 15%.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn mun hefjast föstudaginn 19. maí á vefsíðu Eflingar. Kosningin hefst kl 13:00 smellið hér til að kjósa. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir til kl. 13 fimmtudaginn 25. maí.