Aðstoð við skattframtöl

Efling stéttarfélag býður félagsfólki upp á aðstoð við skil á skattframtölum.

Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og sölu eigna þarf að tilgreina það sérstaklega. Aðstoðin við skattframtölin miðast við félagsfólk og maka þeirra. Geta skal fjölda skattframtala þegar tími er pantaður. Á skrifstofu Eflingar í s. 510 7500 má fá allar nánari upplýsingar um viðtalstíma og gögn sem hafa þarf meðferðis í viðtalið. Einnig verður boðið upp á að fá aðstoð við framtalsskil á pólsku.

Til að bóka tíma í framtalsaðstoð er hægt að hafa samband í póstfangið efling@efling.is eða í símanúmerið 510-7500.

Boðið er uppá tíma laugardaginn 9. mars milli 10:00 og 14:00 og sunnudaginn 10. mars milli 10:00 og 12:00