Kvennaganga fyrir Palestínu 8. mars

Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Kvenfélög, stéttarfélög, friðar- og mannréttindasamtök hafa í áraraðir sameinast í baráttufundi á þessum degi undir ýmsum formerkjum.

Í ár ganga konur og kvár til stuðnings Palestínu á þessum degi. Safnast verður saman á Arnarhóli 16:40 og gengið klukkan 17:00 sem leið liggur í PORTIÐ í gamla Kolaportinu, þar sem haldinn verður baráttufundur!

Konur á Gaza eru í hrikalegri neyð. Sem dæmi má nefna að 50.000 barnshafandi konur bíða þess að fæða börn við skelfilegar aðstæður, konur með börn á brjósti búa við hungur og eiga erfitt með að framleiða mjólk, sem veldur barnadauða. Á Íslandi hafa konur verið leiðandi í baráttu fyrir vopnahléi á Gaza, rétt eins og konur hafa alltaf verið leiðandi í friðarbaráttunni.

Við hvetjum konur og kvár til að fjölmenna í gönguna á þessum baráttudegi okkar!

Að viðburðinum standa:
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK
Félagið Ísland Palestína
Stígamót
UN Women
Sósíalískir femínistar
Jafnréttisskólinn GRÓ GEST
Kvennasögusafn Landsbókasafn Íslands
Kvenréttindafélag Ísland
Mannréttindaskrifstofa Íslands
Feminísk fjármál
Samtökin 78
Samtök Hernaðarandstæðinga
Efling stéttarfélag
Félagsráðgjafafélag Íslands
Femínísk Fjármál
Iðjuþjálfafélag Íslands
Mannréttindaskrifstofa Íslands

AÐGENGISMÁL:
Aðgengi er gott inn í PORTIÐ. Fundurinn verður táknmálstúlkaður.