
Vegna undirbúningsvinnu starfsfólks vegna nýgerðs kjarasamnings seinkar opnunartíma skrifstofu mánudaginn 11. mars. Opnað verður kl 10:00 og símtölum verður sömuleiðis ekki svarað fyrir þann tíma. Hægt verður þó að senda tölvupóst á efling@efling.is og brugðist verður við þeim póstum eins fljótt og auðið er.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.