Ársreikningur Eflingar tilbúinn og liggur frammi til skoðunar

Ársreikningur Eflingar stéttarfélags er nú tilbúinn og hefur verið undirritaður, bæði af óháðum endurskoðanda, sem og af stjórn Eflingar. Eintak af reikningnum liggur frammi í móttöku skrifstofu Eflingar, Guðrúnartúni 1, 3. hæð, og er þar aðgengilegur félagsfólki sem vill kynna sér hann. 

Ársreikningurinn verður lagður fram á aðalfundi Eflingar til afgreiðslu. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. maí á Hótel Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2. Fundurinn hefst klukkan 18:00 og á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

Allir Eflingarfélagar eru hvattir til að mæta á aðalfundinn en eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á fundinn með eyðublaðinu hér. 

Þá er rétt að minna á félagsfund Eflingar sem fram fer á morgun, miðvikudaginn 15. maí. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimili Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hefst kl. 18.00. Á honum verður meðal annars til meðferðar tillögur að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs Eflingar sem leggja á fyrir aðalfund félagsins. Félagar eru beðnir um að skrá komu sína með eyðublaðinu hér.