Opnunartími skrifstofu Eflingar stéttarfélags verður styttur eilítið um þriggja vikna skeið nú yfir hásumartímann. Eftir sem áður verður opið alla virka daga og félagsfólki verður áfram boðið upp á alla þá þjónustu sem veitt er af starfsfólki Eflingar.
Opnunartími skrifstofunnar verður frá klukkan 10:00 til 13:00 alla virka daga frá mánudeginum 22. júlí til og með föstudagsins 9. ágúst. Á sá opnunartími bæði við þá sem þurfa að sækja sér þjónustu á skrifstofuna sjálfa, sem og þá sem þurfa að hafa samband símleiðis. Þá er félagsfólk jafnframt hvatt til að senda tölvupóst með erindum sínum en þeim verður svarað við fyrsta tækifæri.
Reynslan hefur sýnt að á þessum tíma árs er eftirspurn eftir þjónustu skrifstofu Eflingar jafnan hvað minnstur yfir árið og hyggst starfsfólk því nýta þann aukna tíma sem gefst með skemmri opnunartíma til að undirbúa þjónustu við félagsfólk næsta vetur með ýmsum hætti.
Efling vonast til að félagsfólk sýni þessum ráðstöfunum ríkan skilning og hvetur það jafnframt til að draga ekki að leita til skrifstofunnar með hver þau erindi sem þörf krefur.