Frá deginum í dag, 27. ágúst, verða Icelandair ferðaafsláttarmiðarnir aftur til boða fyrir félagsfólk Eflingar stéttarfélags.
Afsláttarmiðarnir voru hættir í sölu tímabundið hjá Eflingu á meðan samningaviðræður stóðu yfir milli Eflingar stéttarfélags og Icelandair um verðlagningu gjafabréfanna. Nú er aftur hægt að nálgast afsláttarmiðana í gegnum Mínar Síður Eflingar.
Félagsfólki Eflingar stendur til boða kaup á afsláttarmiðum hjá Icelandair sem gilda sem inneign að upphæð 30.000 kr. við pöntun á þjónustu hjá þeim. Miðinn kostar 20.000 kr. til félagsfólks svo að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða.
Þegar áætlunarflug er keypt hjá Icelandair slær félagsmaður inn kóða gjafabréfs við pöntun á vefnum og lækkar heildarverðið þá um 30.000.- kr.