Námskeið í umönnun og framhaldsnámi félagsliða framundan

13. 08, 2024

Fagnámskeið í framhaldsnámi félagsliða er varðar fötlun og geðraskanir hefst 11. september næstkomandi hjá Mími og stendur fram í byrjun desember. Um er að ræða nám fyrir þá sem þegar hafa lokið félagsliðanámi og er því ætlað að auka innsæi í þarfir og aðstæður einstaklinga með mismunandi skerðingar sem leiða til fötlunar. Eflingarfélagar sem hafa nauðsynlegan grunn eru hvattir til að sækja um námið, sem er þeim að kostnaðarlausu. 

Frekari upplýsingar má finna hér. Hægt er að skrá sig í námið hér, á síðu Mímis,  og starfsfólk þar svarar frekari fyrirspurnum um námið. 

Námskeið í umönnun einnig að fara af stað

Námskeiðin Umönnun I og Umönnun II verða einnig kennd hjá Mími í vetur og hefjast bæði um mánaðarmótin september-október. Fyrsti kennsludagur Umönnunnar I er 1. október en Umönnun II hefst 30. september. Báðum námskeiðum lýkur 11. desember. Ljúka þarf fyrra námskeiðinu til að halda áfram á því síðara en námskeiðin eru undanfari að námi á félagsliðabrú, sem þegar hefur verið kynnt hér á síðu Eflingar. 

Umönnun I og II eru námskeið ætluð þeim Eflingarfélögum sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjöld að fullu fyrir félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Eru Eflingarfélagar hvattir til að sækja um og efla sig þannig í starfi og þekkingu. Umsóknir fara fram á vef Mímis og starfsfólk Mímis veitir frekari upplýsingar sé þörf á. 

Hér má sækja um nám í Umönnun I.

Hér má sækja um nám í Umönnun II.