Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkið hafin

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga Eflingar stéttarfélags við ríkið hófst á hádegi í dag. Atkvæðagreiðslan stendur til klukkan 12:00 næstkomandi mánudag, 9. september. 

Samninganefndir Eflingar og ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning síðastliðinn fimmtudag, 29. ágúst. Samningurinn gildir til 31. mars 2028, verði hann samþykktur. 

Samningurinn fylgir þeim ramma sem settur var í kjarasamningum Eflingar og SA í vor. Laun hækka afturvirkt frá 1. apríl síðastliðnum og koma launahækkanir til framkvæmda á sama tíma næstu þrjú árin. Ýmsar breytingar aðrar er að finna í samningnum og eru Eflingarfélagar sem starfa eftir kjarasamningnum hvattir til að kynna sér hann hér að neðan og greiða um hann atkvæði. 

Hér má nálgast beinan hlekk á atkvæðagreiðsluna.