Kjarasamningur við Samtök sjálfstæðra skóla samþykktur

27. 09, 2024

Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags við Samtök sjálfstæðra skóla hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsfólks sem undir honum starfa. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl síðastliðnum og eiga því samningsbundnar hækkanir síðustu sex mánaða að koma til greiðslu um næstu mánaðamót. 

Samningurinn, sem undirritaður var 18. september síðastliðinn, gildir til 31. mars 2028. Samningurinn er hliðstæður þeim kjarasamningi sem Efling gerði við Reykjavíkurborg.