Sigurmyndir ljósmyndasamkeppni Eflingar 2024

Í sumar efndi Efling stéttarfélag til sinnar árlegu ljósmyndasamkeppni á meðal félagsfólks. Myndirnar áttu að venju að endurspegla frí innanlands. Síðasti skilafrestur var 30. ágúst.

Dómnefnd barst fjöldinn allur af framúrskarandi myndum og átti hún fullt í fangi með að velja vinningshafa. Ákveðið var því að bæta við tveimur verðlaunasætum. Til viðbótar við verðlaun fyrir fyrsta og annað sætið bættust því við tvö verðlaun sem deildu þriðja sætinu. Sigurmyndirnar má sjá hér fyrir neðan. Vegna fjölda frábærra mynda valdi dómnefnd einnig nokkrar myndir sem fengu heiðurstilnefningar og einnig má sjá hér fyrir neðan.

Verðlaun fyrir fyrsta sætið er 50.000 kr gjafakort og verðlaun fyrir annað sætið er 25.000 kr gjafakort. Þriðja sætinu deila tvær myndir og verðlaun fyrir hvora um sig er 15.000 kr gjafakort.

Í dómnefnd sátu Sólveig Anna Jónsdóttir, Magdalena Kwiatkowska og Ragnheiður Hera Gísladóttir. Dómnefnd kemst að eftirfarandi niðurstöðu um sigurvegara keppninnar.

Efling þakkar fyrir góða þátttöku í ljósmyndasamkeppninni og óskar sigurvegurum og heiðurstilfnefningahöfum innilega til hamingju með frábærar myndir.

Fyrsta sætið:

Fyrsta sætið hlýtur Ingveldur Kristjánsdóttir fyrir mynd af kríu á íslenskum sumardegi í Flatey á Skjálfanda.

Annað sætið:

Annað sætið hlýtur Piotr Miazga fyrir mynd af hestum í íslensku fjallaumhverfi. Þess má geta að Piotr hlaut einmitt fyrsta sætið í ljósmyndasamkeppni Eflingar árið 2023.

Þriðja sætið:

Olga Beata Świerczek var önnur þeirra sem hlaut þriðja sætið með mynd sína af stórbrotnu íslensku landslagi í Þórsmörk.

Anton Gabriel Bolog var annar þeirra sem hlaut þriðja sætið fyrir töfrandi mynd sína af norðurljósunum. Þess má geta að Anton hlaut einnig heiðurstilnefningu fyrir innsenda mynd í ljósmyndasamkeppnina árið 2023.

Heiðurstilnefningar:

Mynd af selum að njóta á íslenskum sumardegi eftir Lukas Velgos

Mynd af fallegu íslensku landslagi í Þórsmörk eftir Olga Beata Swiercek

Mynd af lömbum fyrir framan kirkju eftir Agnieszka Górka

Mynd af íslensku tjaldstæði með fjallaútsýni eftir Agnieszka Górka

Mynd af rauðu húsi eftir Dżamilla Tymińska

Mynd af bát á ísnum eftir Piotr Miazga. Þess má geta að Piotr hlaut annað sætið með mynd sína af hestum sem sjá má hér ofar.

Mynd af sólsetri við ströndina eftir Sigita Halldórsson

Mynd af áhorfanda að fjallgarðinum eftir Mark Stache

Mynd af flugvélaflakinu á Sólheimasandi eftir Perlu Kleopötru Sigurðardóttur

Mynd af sólsetri eftir Ingólf Skúlason

Mynd af brosmildum hesti og stúlku eftir Paweł Skowroński