Vinningshafar ljósmyndasamkeppni Eflingar 2024 taka á móti verðlaunum

26. 09, 2024

Efling stéttarfélag efndi í sumar til sinnar árlegu ljósmyndasamkeppni á meðal félagsfólks. Dómnefnd barst fjöldinn allur af framúrskarandi myndum og var enginn hægðarleikur að velja vinningshafa. Vanalega hafa aðeins verið veitt verðlaun fyrir verðlaunamynd og þá mynd sem hlotið hefur annað sæti. Hins vegar bárust í ár svo margar glæsilegar myndir að dómnefnd ákvað að bæta við verðlaunum fyrir þriðja sætið, og deila tvær myndir þeim. Hér að neðan gefur að líta myndirnar fjórar sem urðu hlutskarpastar, ásamt myndasmiðunum sem þær tóku.

Verðlaunamyndin

Verðlaunamyndina í ljósmyndasamkeppni Eflingar tók Ingveldur Kristjánsdóttir af kríu á íslenskum sumardegi í Flatey á Skjálfanda. Hér fyrir neðan má sjá hana taka á móti verðlaununum frá formanni Eflingar stéttarfélags, Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Til hliðar má sjá sigurmyndina.

Annað sæti:

Annað sætið hlaut Piotr Miazga fyrir mynd sína af hestum í íslensku fjallaumhverfi. Hér fyrir neðan má sjá Piotr taka á móti verðlaununum. ásamt ljósmyndinni sem hlaut annað sætið. Þess má geta að Piotr varð hlutskarpastur í ljósmyndasamkeppni Eflingar á síðasta ári. Áhugasamir geta fylgst með Piotr á Instagram aðganginum hans: @mr_pulp

Þriðja sæti:

Olga Beata Świerczek var önnur þeirra sem hlaut þriðja sætið með mynd sína af stórbrotnu íslensku landslagi í Þórsmörk. Hér fyrir neðan má sjá hana taka á móti verðlaununum frá formanni Eflingar stéttarfélags, Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Til hliðar má sjá sigurmyndina hennar Olgu.

Þriðja sætið:

Síðast en ekki síst hlaut Anton Gabriel Bolog einnig þriðja sætið fyrir töfrandi mynd sína af norðurljósunum. Hann komst því miður ekki að taka á móti verðlaununum og mun fá þau afhent síðar. Hér má sjá myndina hans:

Efling þakkar fyrir góða þátttöku í ljósmyndasamkeppninni og óskar sigurvegurum innilega til hamingju með frábærar myndir.

Hér má sjá frétt um sigurmyndirnar auk fleiri frábærra mynda sem hlutu heiðurstilnefningar: