Kjarasamningur við Samband Íslenskra Sveitarfélaga undirritaður

29. 10, 2024
Sólveig Anna formaður Eflingar undirritar kjarasamninginn. Með henni eru Ragnar Ólasson sérfræðingur í kjarasamningum og Magnús Már Aðalheiðar Pálsson trúnaðarmaður og Eflingarfélagi.

Samninganefnd Eflingar stéttarfélags undirritaði í gær nýjan kjarasamning við Samband Íslenskra Sveitarfélaga, sem nær til félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Ölfusi og Hveragerðisbsæ. Samningurinn, verði hann samþykktur af félagsfólki Eflingar sem hann gildir um, gildir afturvirkt frá 1. apríl síðastliðnum og til 31. mars 2028.

Umræddur samningur er hliðstæður þeim kjarasamningum sem Efling hefur þegar samþykkt á opinbera markaðnum. 

Atkvæðagreiðsla hefst kl 12 á hádegi miðvikudaginn 30. október og má nálgast beinan hlekk á atkvæðagreiðsluna hér. Notast þarf við rafræna auðkenningu til að greiða atkvæði. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 6. nóvember 2024.

Nýi kjarasamningurinn er hér að neðan. Eflingarfélagar sem kjarasamningurinn nær til eru hvattir til að kynna sér hann og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.