Bíó fyrir Eflingarfélaga 19. nóvember – Sorry We Missed You

Efling slær til bíósýningar á myndinni Sorry We Missed You í leikstjórn Ken Loach.

Myndin verður sýnd í Bíó Paradís, sal 2, þriðjudaginn 19. nóvember kl 19:00.

Miðaverðið er 500 kr. og miðasala fer fram á Mínum síðum Eflingar. Innifalið í verðinu er aðgangur, popp og kók.

Tveir miðar eru í boði fyrir hvern Eflingarfélaga.

Athugið að það verður að velja að fá miðana senda heim en það er nóg að koma með kvittunina sem kemur á tölvupósti úr vefversluninni.

Sorry we missed you er frábær mynd í leikstjórn Ken Loach sem segir sögu fjölskyldu í Newcastle sem er skuldum vafin eftir fjármálakreppuna. Fjölskyldufaðirinn vonast til þess að fjárhagurinn vænkist þegar hann byrjar í nýrri vinnu sem sjálfstætt starfandi sendill.

Myndin er ein allra sterkasta kvikmynd Loach að mati gagnrýnenda, sem skilur eftir sammannlegar tilfinningar eftir hjá áhorfandanum. Hún er jafnframt talin ein besta kvikmynd ársins en hún keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019.

Myndin er sýnd með ensku tali og íslenskum texta.

Hér er hlekkur á trailer: SORRY WE MISSED YOU – Official Trailer [HD]