Nýr kjarasamningur við Faxaflóahafnir samþykktur

28. 11, 2024

Nýr kjarasamningur Eflingar stéttarfélags við Faxaflóahafnir var undirritaður síðastliðinn þriðjudag, 26. nóvember. Samningurinn var borinn upp til atkvæðagreiðslu í gær hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Faxaflóahöfnum og var hann þegar samþykktur. 

Um er að ræða kjarasamning sem gerður er miðað við sömu forsendur og lagðar voru í samningum Eflingar við Samtök atvinnulífsins í vor. Samningurinn er afturvirkur frá 1. maí síðastliðnum og reiknast umsamdar launahækkanir því frá þeim degi. Eru félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Faxaflóahöfnum hvattir til að fara gaumgæfilega yfir launaseðla sína við næstu útborgun launa og sannreyna að allt hafi komist til skila. Samningurinn gildir til 30. apríl 2028.