Yfirgnæfandi stuðningur við nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl síðastliðnum og til 31. mars 2028.

Alls samþykktu 85% þeirra sem atkvæði greiddu samninginn. Tæp 10% voru honum andvíg en rúm 5% tóku ekki afstöðu. 

Kjarasamningurinn, sem undirritaður var 29. október síðastliðinn, nær til félagsfólks Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Ölfusi og Hveragerðisbsæ. Umræddur samningur er hliðstæður þeim kjarasamningum sem Efling hefur þegar samþykkt á opinbera markaðnum.