Efling tekur þátt í norrænu samstarfi stéttarfélaga í ræstingageiranum

Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sótti fund í ræstingahóp SUN í Osló í Noregi þann 12. desember síðastliðinn. Efni fundarins var m.a. samanburður á kjörum og kjarsamningsákvæðum ræstingafólks á almennum vinnumarkaði.

Viðar kynnti inntak núgildandi kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins, og rætt var um umgjörð kjarasamningsgerðar ræstingafólks í Svíþjóð og Noregi. Trine Wiig, deildarformaður ræstingar innan norska félagsins Norsk Arbeidsmandsforbund, greindi frá evrópsku samstarfsverkefni stéttarfélaga við atvinnurekendur í geiranum.

Viðstödd fundinn auk Viðars og Trine voru Ewa Edström, sem er landsritari ræstingageirans innan sænska verkalýðsfélagsins Fastighetsanställdas Förbund, og Anders Hellestveit sem er fulltrúi innan ríkisstarfsmannadeildar Norsk Tjenestemannslag.Ræstingahópurinn er hluti af starfsemi norræna stéttarfélagabandalagsins SUN sem Efling fékk fulla inngöngu í fyrr á árinu. Stjórn SUN fundaði í Reykjavík í október síðastliðnum líkt og sagt var frá í frétt á vef Eflingar.