
Félagsmenn Eflingar hjá Eimskipum hafa á síðustu vikum undirbúið viðræður við fyrirtækið um endurnýjun sérkjarasamnings.
Nýskipaðir trúnaðarmenn og aðrir Eflingarfélagar úr röðum bílstjóra og hafnarverkamanna hittust skömmu fyrir jól í Félagsheimili Eflingar. Á fundinum voru smíðuð drög að kröfugerð og samninganefnd var kosin. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stýrði fundi. Henni til halds og trausts voru starfsmenn skrifstofunnar, þeir Ragnar Ólason sérfræðingur í kjarasamningum og kjarasamningagerð og Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri.