Jólaball Eflingar fór fram með miklum glæsibrag og vakti lukku hjá ungum sem öldnum. Ballið var haldið í fallegum sal í Gullhömrum í Grafarholti laugardaginn 14. desember.
Uppselt varð á jólaballið á mettíma en samtals mættu 450 gestir á öllum aldri. Gaman var að sjá hve margir fjölskyldur mættu til að njóta hátíðlegrar stundar saman.
Jólasveinarnir litu við, sprelluðu og sungu jólalög. Hljómsveit hússins sá um að halda gleðinni gangandi, og að sjálfsögðu var dansað var í kringum jólatréð. Að dansinum loknum gátu gestir gætt sér á veitingum og sætindum.
Efling vill þakka félagsfólki kærlega fyrir frábæran dag.
Hér má sjá myndir frá jólaballinu: