Listi uppstillingarnefndar til trúnaðarráðs birtur

Listi trúnaðarráðs og uppstillingarnefndar til trúnaðarráðs Eflingar fyrir árin 2025-2026, með 115 félagsmönnum, var samþykkur á trúnaðarráðsfundi í gær, 12. desember 2024. Listinn liggur nú frammi á skrifstofu félagsins, félagsfólki til kynningar.

Ef um aðra lista er að ræða skal skila þeim á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12:00 þann 20. desember 2024. Listum skulu fylgja meðmæli 120 félagsmanna.

Uppfært 20. desember 2024:

Ekki bárust önnur framboð til setu í trúnaðarráði fyrir tilskilinn tíma og telst því listi uppstillingarnefndar rétt kjörinn. Efling óskar nýju trúnaðarráði til hamingju með kjörið.