Skilafrestur umsókna í sjúkra- og fræðslusjóði er 16. desember

Næstkomandi mánudagur, 16. desember, er síðasti dagur til að skila umsóknum til sjúkra- og fræðslusjóða Eflingar svo hægt verði að afgreiða þær fyrir áramót. 

Þeir Eflingarfélagar sem skila umsóknum sínum, ásamt vottorðum og öðrum gögnum næstkomandi mánudag fá styrkumsóknir sínar greiddar út mánudaginn 30. desember.

Skrifstofa Eflingar getur ekki ábyrgst að umsóknir sem berast eftir 16. desember verða afgreiddar í tæka tíð fyrir útborgun 30. Desember. Þær umsóknir verða greiddar út föstudaginn 10. janúar.

Hægt er að sækja um á mínum síðum Eflingar.