Veiðikortið er komið í sölu fyrir jólin

Nú er veiðikortið komið í sölu hjá Eflingu stéttarfélagi fyrir jólin.

Hægt er að kaupa kortið í Vefverslun á Mínum Síðum Eflingar.

Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 36 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa.

Kortið kostar aðeins 6.000 kr fyrir félagsfólk Eflingar en venjulega kostar kortið 9.900 kr.