Jólahlaðborð virkra félagsmanna Eflingar var haldið fimmtudaginn 12. desember í jólalegu umhverfi á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut.
Efling stéttarfélag bauð virkum félagsmönnum sem hafa verið virkir í starfi félagsins til glæsilegs jólahlaðborðs. Þar var glaðst saman, fagnað þeim árangri sem náðst hefur í sameiningu fyrir félagsfólk Eflingar og böndin styrkt fyrir komandi baráttu.
Virkir félagsmenn gátu tekið með sér einn boðsgest sem var jafnframt Eflingarfélagi. Tilgangurinn með þessu var að vekja athygli annarra Eflingarfélaga á innra starfi í félaginu og hvetja þá til þátttöku í því.
Kvöldið hófst með trúnaðarráðsfundi þar sem kosið var nýtt trúnaðarráð. Eftir það gæddu gestir sér á dýrindis jólamat sem var skolað niður með jólaöli. Rebekka Magnúsdóttir hélt fjörinu gangandi með bingói og fóru þó nokkrir út með fullar hendur af góssi sem kom sér eflaust vel fyrir jólin.
Efling stéttarfélag þakkar gestum fyrir frábært kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá kvöldinu: