Kjarasamningsbundnar launahækkanir í janúar

Hinn 1. janúar síðastliðinn hækkuðu laun Eflingarfélaga sem starfa á almennum vinnumarkaði, hjá hótelum og veitingahúsum og hjá ræstingafólki, samkvæmt kjarasamningum. Launahækkunin kemur til útborgunar 1. febrúar næstkomandi. Er Eflingarfélögum bent á að fara vel yfir launaseðla sína og tryggja að launahækkanir hafi skilað sér. Ef meinbugir eru þar á er mikilvægt að gera atvinnurekanda þegar viðvart og fara fram á tafarlausa leiðréttingu. Starfsfólk Eflingar er boðið og búið til að aðstoða félaga ef þörf krefur í þessum efnum. 

Starfsfólk á almennum vinnumarkaði  

Föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu skulu hækka um 3,5%, en þó aldrei minna en um 23.750 krónur, nema að annað leiði af launatöflum sem fylgja kjarasamningi. 

Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 3,5%, nema að um annað hafi verið samið. 

Starfsfólk hótela og veitingahúsa  

Föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu skulu hækka um 3,5%, eða að lágmarki um  24.026 krónur (launaflokkur 6, byrjunarlaun). 

Kjaratengdir liðir kjarasamningsin hækka um 3,5%, nema að um annað hafi verið samið. 

Launahækkanir hjá ræstingafólki  

Föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu skulu hækka um 3,5%, eða að lágmarki um 24.306 krónur (launaflokkur 8, byrjunarlaun).