Móttaka skrifstofu Eflingar lokuð 20.-24. janúar vegna framkvæmda

10. 01, 2025

Móttaka skrifstofu Eflingar stéttarfélags verður lokuð frá mánudeginum 20. janúar til og með föstudagsins 24. janúar vegna framkvæmda. Símtölum verður hins vegar svarað og sem og tölvupóstum, auk þess sem önnur rafræn erindi verða afgreidd. Þó má búast við því að starfsemi skrifstofunnar verði skert að einhverju leyti þessa daga. 

Efling biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda félagsfólki. Ástæðan er sem fyrr segir framkvæmdir en fram undan er allsherjar umbreyting skrifstofuhúsnæðis félagsins á 3. hæð í Guðrúnartúni 1. Að breytingum loknum mun öll aðstaða til að taka á móti og aðstoða félagsfólk hafa tekið gagngerum breytingum og verða fyrsta flokks.

Á meðan að á framkvæmdunum stendur flyst starfsemi Eflingar upp á 4. hæð í Guðrúnartúni 1 og verður sett upp móttaka þar fyrir félagsfólk sem á erindi við félagið. Þó er rétt að nefna að um minna pláss verður að ræða þar en nú er í móttöku félagsins og gæti afgreiðsla því tekið eilítið lengri tíma en verið hefur eftir að móttakan verður flutt upp um eina hæð. Félagsfólk er eindregið hvatt til að nýta sér rafræn samskipti við starfsfólk í sem mestum mæli af þessum sökum.