Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir páskaúthlutun orlofshúsa.
Umsóknartímabil í páskaúthlutun er til og með 23. janúar svo hægt er að fylla út umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um. Úthlutað verður eftir punktakerfi sem byggir á iðgjaldasögu félagsfólks.
Úthlutað verður þann 28.janúar. Greiðslufrestur er til 3.febrúar.
Eftir úthlutunina opnast bókunarvefurinn 4. febrúar fyrir alla félagsmenn til að bóka laus hús sem eftir eru um páskana.
Athugið að aðeins vikuleiga er í boði yfir páskana frá 16.apríl – 23.apríl 2025
Sótt er um rafrænt á bókunarvef Eflingar hér fyrir neðan á Mínum síðum eða í gegnum orlof@efling.is