Verðbreyting á Icelandair afsláttarmiðum

Breyting verður á verði á Icelandair afsláttarmiðum sem Efling býður félagsfólki upp á að kaupa í vefverslun á Mínum síðum.

Lækkun var nýlega á afslættinum á Icelandair ferðaafsláttarmiðunum til Eflingar svo Efling þarf því að hækka verðið á afsláttarmiðunum úr 20.000 kr í 22.000 kr. Afsláttarmiðarnir verða enn 30.000 kr virði en afslátturinn fer úr 10.000 kr í 8.000 kr á hvern Eflingarfélaga. Munurinn er því 2.000 kr.

Afsláttarmiðarnir gilda nú bæði fyrir flug innanlands og utanlands eftir að Air Iceland Connect og Icelandair sameinuðust undir merkjum Icelandair.

Gildistími miðanna er eins og áður hefur verið, fimm ár. Efling er endursöluaðili gjafabréfa og er gildistími þeirra frá kaupum Eflingar á gjafabréfum. Hver félagsmaður getur keypt tvo miða á hverjum 12 mánuðum. Þegar afsláttarmiði er notaður, við kaup á áætlunarflugi hjá Icelandair, er kóði gjafabréfs sleginn inn við pöntun á vefnum og lækkar heildarverðið þá um 30.000 kr.