Uppfærð frétt: fullbókað er fyrir ráðgjöf fyrir skattframtal helgina 8.-9. mars.

Efling stéttarfélag býður félagsfólki upp á aðstoð við yfirferð skattframtala þess helgina 8.-9. mars. Um er að ræða yfirlestur á skattframtölum til að staðfesta eftir megni hvort um rétt hafi verið staðið að framtalsgerðinni.
Aðstoðin miðast við félagsfólk og maka þess og er félagsfólk beðið um að tilgreina hvort um sé að ræða eitt framtal eða tvö þegar tími er bókaður. Sömuleiðis er félagsfólk beðið um að geta þess ef um sölu eða kaup á eignum hefur verið að ræða á skatttímabilinu. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis veflykil eða rafræn skilríki.
Sem fyrr segir verður aðstoðin í boði laugardaginn 8. mars og sunnudaginn 9. mars, á milli klukkan 10:00-14:00 báða dagana. Er félagsfólk hvatt til að nýta sér þessa aðstoð. Panta þarf tíma í ráðgjöfina og er það gert með því að hringja í síma 510 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið efling@efling.is.