Efling stóð fyrir bíósýningu á skemmtilegu fjölskyldumyndinni Paddington í Perú fyrir Eflingarfélaga og fjölskyldur þeirra.
Myndin var sýnd í Laugarásbíói í vetrarfríinu, þriðjudaginn 25. febrúar kl 14:00. Efling bauð félagsfólki að kaupa miða á sýninguna á litlar 500 krónur en miðanum fylgdi einnig popp og gos eða svali.
Uppselt var á sýninguna og gaman var að sjá unga sem aldna eiga ánægjulega stund saman yfir ævintýrum bjarnarins geðþekka. Stemningin var frábær og ljóst var að viðburðurinn vakti mikla lukku á meðal gesta.
Efling þakkar félagsfólki og fjölskyldum þeirra fyrir skemmtilega sýningu.

