1. maí fjölskylduhátíð Eflingar – miðasala er hafin

Á baráttudegi verkalýðsins, þann 1. maí fer ganga frá Skólavörðuholti og niður á Ingólfstorg þar sem haldinn verður útifundur. Að því loknu mun Efling stéttarfélag blása til heljarinnar fjölskylduhátíðar í Hvalasafninu fyrir félagsfólk Eflingar og fjölskyldur þeirra.

Ganga og útifundur:

13:00 Safnast saman á Skólavörðuholti.
13:30 Gangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.
14:00 Útifundur hefst á Ingólfstorgi.

  • Fundarstýra er Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur og listakona og Margrét Pétursdóttir mun táknmálstúlka. Dagskráin verður jafnframt textatúlkuð á ensku.
  • Ræðu flytja Karla Esperanza Barralaga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ.
  • Mammaðín og Una Torfa munu taka lagið og í lok fundarins verður samsöngur.

Fjölskylduskemmtun Eflingar í Hvalasafninu:

15:00-17:00 Fjölskylduhátíð Eflingar í Hvalasafninu/Whales of Iceland í Fiskislóð 23-25, 101 Reykjavík. 

Í boði verður:

  • Pizzuvagn, hamborgaravagn, DonsDonuts kleinuhringjavagn 🍕🍔🍩
  • Ísvagn 🍧
  • Kandífloss og popp 🍭🍿
  • Kaffi og kökur ☕ 🧁
  • Dj Sunna Ben verður á staðnum 🎶🪩
  • Lúðrasveit kemur og spilar🎺🥁
  • Börn geta fengið andlitsmálningu 🤩
  • Sirkus bregður á leik 🎪🤡
  • Myndabás (photo booth) 📸
  • …og fleira!

Miðinn á fjölskylduskemmtunina kostar aðeins 500 kr og allt er innifalið í verði. Hver Eflingarfélagi getur keypt allt að fimm miða. Félagsfólk getur keypt miða á vefverslun Eflingar á Mínum síðum. Athugið að öllum miðunum fylgja armbönd sem veita aðgang á viðburðinn. Armbönd eru sótt á skrifstofu Eflingar í síðasta lagi 30. apríl. Takmarkaður miðafjöldi í boði svo um að gera að næla sér í miða sem fyrst!