Fullt! – Matur og menning í Iðnó – lokað fyrir skráningu gesta.

12. 09, 2025

Efling stendur í þriðja sinn fyrir skemmtilega og litríka viðburðinum, Matur og menning, sem haldinn verður sunnudaginn 21. september í Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík. Á hátíðinni gefst Eflingarfélögum tækifæri á að bragða á ljúffengum matarréttum frá ýmsum heimshornum, sem aðrir Eflingarfélagar munu reiða fram.

Dyr Iðnó opna klukkan 14:00 fyrir skráða gesti og mun viðburðurinn standa til klukkan 16:00. Skráning fer fram á skráningarforminu hér fyrir neðan. Að lokinni skráningu þarf að sækja aðgangsarmbönd á skrifstofu Eflingar á opnunartíma. Hver Eflingarfélagi getur fengið að hámarki fjögur armbönd. 

Matur verður í boði án endurgjalds og aðgangur að viðburðinum er ókeypis fyrir félagsmenn Eflingar. Athugið að pláss er takmarkað og gildir reglan: fyrstur kemur, fyrstur fær.

FULLT – Lokað hefur verið fyrir skráningar :: FULL – Registration is closed.