Vinningshafar í ljósmyndasamkeppni Eflingar 2025

15. 09, 2025

Agnieszka Górka er sigurvegari ljósmyndasamkeppni Eflingar stéttarfélags árið 2025. Aldrei hafa borist eins margar ljósmyndir í samkeppnina eins og nú og ljóst að hún hefur sannarlega fest sig í sessi, en blásið var til keppninnar í þriðja sinn nú í sumar. Dómnefnd átti fullt í fangi með að velja úr þeim fjölmörgu stórglæsilegu ljósmyndum sem bárust, og fundaði oft til að fara vandlega yfir hvert og eitt verk. 

Gæði og fjölbreytni innsendu myndanna endurspegla sköpunarkraft og gott auga félagsfólks Eflingar og gera keppnina að frábærum vettvangi fyrir listsköpun og miðlun á fallegum augnablikum sumarsins. Dómnefndin vonar að keppnin verði áfram uppspretta innblásturs og hvetji félagsfólk til frekari ljósmyndunar og ferðalaga innanlands. Í dómnefnd sátu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt þeim Magdalenu Kwiatkowska og Ragnheiði Heru Gísladóttur, starfsmönnum stéttarfélagsins. 

Sigurmyndirnar hljóta eftirfarandi verðlaun:  

  1. sætið: 50.000 kr peningaverðlaun 
  1. sætið: 25.000 kr peningaverðlaun  
  1. sætið: 25.000 kr peningaverðlaun 

Efling óskar vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppninni fyrir frábært framlag. 

Hér að neðan má sjá myndirnar sem hlutu fyrsta, annað og þriðja sætið, auk þeirra mynda sem fengu sérstakar heiðurstilnefningar frá dómnefnd. 

Fyrsta sætið:

Fyrsta sætið hlýtur Agnieszka Górka fyrir stórbrotnu mynd sína af lunda í Borgarfirði eystri:

Annað sætið hlýtur Karolina Anna Szczerbetka fyrir fallegu mynd sína af kindum á Snæfellsnesi:

Þriðja sætið hlýtur Lukasz Wiec fyrir mynd sína af hestum við Kirkjufell:

Heiðurstilnefningar:

Mynd af Lunda eftir Daniel Lozinski:

Mynd af fallegu sumarkvöldi við Sigöldugljúfur eftir Sebastian Wójcik:

Mynd af húsi milli kletta og Stapafells á Snæfellsnesi eftir Francis Villaflores:

Mynd af litadýrð Rauðasands á Vestfjörðum eftir Marta Piasecka:

Mynd af bleikju í botni Botnsvatns eftir Ingveldi Kristjánsdóttur:

Mynd af kyrrð lúpínanna við Skógafoss eftir Jennifer Laura Stewart:

Mynd af rjúpu að vori eftir Monika Hanna Grzeskowiak:

Mynd af jaðrakan í mjúku ljósi votlendisins (Whispers of the Marsh) eftir Radoslav Sviretsov:

Mynd af skoplegum kindum á veginum eftir Roksana Kornelia Pych:

Mynd af frosk og tröllkalli eftir Bryndísi McFadden Ragnarsdóttur:

Mynd af sólargeislum dansa í vatninu eftir Hugo Bulbulyan:

Mynd af hvali við Hafnarfjörð eftir Karolina Anna Szczerbetka:

Mynd af hryssu og folaldi eftir Karolina Bagdonaite:

Mynd af klettum við veginn eftir Malgorzata Anna Kondziolka:

Mynd af útilegu við Þakgil eftir Nicolas Maghiels:

Mynd af kajakaferð undir klettunum eftir Sylwia Walanus:

Mynd af Strokk gjósa á hverasvæðinu í Haukadal eftir Vittorio Petraccone:

Mynd af jökullóni í faðmi Vatnajökuls eftir Irina Eremenko (Ирина Еременко):