Efling og Bara tala hefja áskorun – Spennandi verðlaun í boði

Nú þegar dagarnir styttast og gott er taka því rólega heima fyrir er tilvalið að nota tímann til að læra íslensku. Þess vegna hefur Efling sett af stað áskorunina Málbær haustsins, í samstarfi við Bara tala.  

Bara tala er app eða smáforrit í síma sem ætlað er að kenna fólki einfalda íslensku. Efling hóf samstarf við fyrirtækið í desember 2024 og síðan þá hefur fjöldi Eflingarfélaga nýtt sér appið til að efla íslenskukunnáttu sína, með frábærum árangri. Sem stendur eru nokkur leyfi laus sem við hvetjum Eflingarfélaga til að sækja um, en það má gera hér. 

Áskorunin Málbær haustsins hefst í dag, 6. október, og stendur yfir í tvær vikur. Öll þau sem ljúka áskoruninni eiga von á spennandi verðlaunum frá Orlofssviði Eflingar. Sá þátttakandi sem nær bestum árangri fær síðan sérstök aðalverðlaun. 

Efling hvetur notendur Bara tala til að taka þátt í áskoruninni og efla kunnáttu sína í íslensku.