Niðurstöður Vörðu kynntar á sameiginlegum félags- og trúnaðarráðsfundi Eflingar

13. 10, 2025

Sameiginlegur félags- og trúnaðarráðsfundur Eflingar stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 16. október á Fosshóteli Reykjavík, Þórunnartúni 1, og hefst kl. 18:00.

Á dagskrá fundarins er meðal annars kynning á niðurstöðum Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðu launafólks á Íslandi. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, fer yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

Auk þess verður fundurinn nýttur til undirbúnings málefnavinnu fyrir Eflingarþing, sem haldið verður í febrúar 2026.

Fundurinn er opinn öllum fullgildum félagsmönnum Eflingar. Hann verður textatúlkaður á milli íslensku og ensku, og léttar veitingar verða í boði.

Þeir trúnaðarráðsfélagar og fullgildir félagsmenn sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að staðfesta komu sína með því að fylla út skráningarform sem finna má hér.