Óskarsverðalaunamyndin Kisi sýnd í fjölskyldubíói Eflingar

10. 10, 2025

Efling stendur fyrir bíósýningu fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirr í vetrarfríi grunnskóla, mánudaginn 27. október. Sýnd verður óskarsverðlaunamyndin Kisi í Bíó Paradís klukkan 13:00.

Myndin Kisi (Flow) fjallar um hinn einmana Kisa. Hann lendir í miklu flóði og finnur eftir það skjól á báti sem á búa allskonar dýr. Upphefst þá mikil ævintýraferð þar sem samvinna dýranna skiptir öllu máli. 

Miðasala er hafin á Mínum síðum Eflingar undir flipanum vefverslun. Miðinn kostar 500kr. og innifalið er popp og gos eða djús. Hámark 5 miðar fyrir hvern félagsmann.