Samninganefnd Eflingar gagnvart Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) samþykkti í gær tillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni.
Í tillögunni felst að samningur milli Eflingar og SFV sem gerður var í október 2024 heldur gildi sínu eins og áætlað var til 31. mars 2028. Grunnlaunabreytingar verða gerðar með nýjum samningi, og og hækka laun starfsfólks á hjúkrunarheimilum um á bilinu 7.479 krónur og allt upp í 18.604 krónur, eftir starfsaldri. Launahækkanir eru taka gildi frá 1. júlí síðastliðnum og skulu afturvirkar launagreiðslur kláraðar með útborgun launa 1. desember næstkomandi.
Starfsheitin hópstjóri, verkstjóri, flokksstjóri og vaktstjóri verða hluti af stofnanasamningum, framboð á fagnámskeiðum verður aukið og lagt verður af stað í virðismatsvegferð á störfum.
Frekari kynning á kjarasamningnum fer fram í næstu viku, en atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag í næstu viku.