Skrifstofa Eflingar flutt á 3. hæð í Guðrúnartúni 1

28. 10, 2025

Skrifstofa Eflingar stéttarfélags hefur verið flutt á 3. hæð í Guðrúnartúni 1, eftir að hafa tímabundið verið til húsa á 4. hæð sama húss. Framkvæmdum við endurnýjun skrifstofuhúsnæðis félagsins er nú að mestu lokið en þær hafa staðið yfir síðustu mánuði. Endurnýjað húsnæði Eflingar er sannkölluð bylting í starfsemi félagsins. Húsnæðið var áður komið til ára sinna og þjónaði ekki lengur hlutverki sínu sem skyldi. 

Móttökurými fyrir félagsfólk hefur verið stækkað verulega og viðtalsrýmum hefur verið fjölgað. Öll hönnun húsnæðisins tekur mið af hlutverki félagsins, að þjónusta og aðstoða félagsfólk með aðskiljanlegustu erindi þess. Félagsfólk er boðið velkomið í endurnýjað húsnæði.