Skrifstofa Eflingar lokar klukkan 14:00 vegna veðurs

28. 10, 2025

Skrifstofu Eflingar stéttarfélags hefur verið lokað vegna yfirvofandi illviðris. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur mælst til þess að fólk sé ekki á ferðinni eftir klukkan 15:00 í dag og til þess að starfsfólki Eflingar gefist færi til að hlýta þeim tilmælum hefur skrifstofunni verið lokað það sem eftir lifir dags.

Efling hvetur atvinnurekendur til að sýna ábyrgð og leyfa starfsfólki að fara fyrr úr vinnu, eftir því sem kostur er. Efling hvetur félagsfólk sitt til að fara varlega í umferðinni, sem er geysilega erfið og varasöm þennan daginn. Komum öll heil heim.