Skrifstofa Eflingar verður lokuð föstudaginn 24. október vegna flutninga starfseminnar. Einnig verður ekki símsvörun þennan dag. Félagsfólk er hvatt til að nýta vefsíðu Eflingar til að afla upplýsinga og senda erindi í gegnum Mínar síður Eflingar eða með tölvupósti.
Undanfarna mánuði hefur skrifstofa Eflingar verið til húsa á fjórðu hæð í Guðrúnartúni 1, á meðan umfangsmiklar framkvæmdir við endurnýjun húsnæðis félagsins á þriðju hæð í sama húsi hafa staðið yfir. Þeim framkvæmdum er nú að ljúka og mun skrifstofan hefja starfsemi í endurnýjaðri og bættri aðstöðu mánudaginn 27. október.
Með endurnýjaðri skrifstofu verður öll aðstaða til fyrirmyndar, bæði fyrir félagsfólk Eflingar sem leitar til félagsins og fyrir starfsfólk. Móttökurými hefur verið stækkað verulega og nútímavætt. Hið sama gildir um viðtalsrými, sem hefur verið fjölgað og þau hönnuð með þægindi og næði að leiðarljósi.
Starfsfólk Eflingar gleðst yfir því að geta á allra næstu dögum boðið félagsfólki sínu þjónustu í húsnæði í hæsta gæðaflokki og hlakkar til að taka á móti því.