
Það var þéttsetinn bekkurinn í Bíó Paradís mánudaginn 27. október síðastliðinn þegar Efling stóð fyrir fjölskyldu bíósýningu í vetrarfríi grunnskóla. Múgur og margmenni mættu þar á sýningu á óskarsverðlaunamyndinni Kisi og skemmtu börn og fullorðnir sér konunglega.
Viðburðir sem þessir eru orðnir fastur liður í félagslífi Eflingar og njóta alltaf mikilla vinsælda meðal félagsmanna. Með þeim gefst fjölskyldum tækifæri til að hittast, eiga saman ánægjulegar stundir og njóta góðrar skemmtunar í notalegu umhverfi.



