Auglýst eftir tilnefningum til stjórnar Eflingar

Uppstillingarnefnd Eflingar auglýsir eftir tilnefningum til setu í stjórn Eflingar.  

Laus eru 8 sæti í stjórn, nánar tiltekið stöður formanns, gjaldkera og 6 meðstjórnenda. Þessir stjórnarmenn taka sæti á aðalfundi vorið 2026 og sitja í tvö ár, en aðrir núverandi stjórnarmenn, sjö talsins, hafa setutímabilið 2025-2027. 

Uppstillingarnefnd vinnur úr innsendum tilnefningum og leggur fram tillögu að lista fyrir trúnaðarráð. Komi ekki fram annar listi verður listi uppstillingarnefndar sjálfkjörinn. Nánar er fjallað um störf og hlutverk stjórnar í 10.-14. grein laga Eflingar. Fjallað er um kjör stjórnar í 19. gr. laganna („Allsherjaratkvæðagreiðsla“). Sjá tengil á lög Eflingar

Listi yfir núverandi stjórn er að finna á vef Eflingar hér

Kjörgengi til stjórnar hafa allir fullgildir félagsmenn í Eflingu. Félagsmenn geta séð á Mínum síðum hvort þeir eru fullgildir eða ekki. Ef félagsmaður telur að hann sé ranglega skráður sem ekki fullgildur getur hann skrifað athugasemd þess efnis á felagsmal@efling.is.  

Þau sem hafa áhuga á að tilnefna sjálf sig eða annan félagsmann skulu notast við eyðublaðið hér fyrir neðan. Tekið er við tilnefningum til loka dags fimmtudaginn 20. nóvember 2025.

Tilnefning til stjórnar Eflingar 2026-2028

Tilnefning til stjórnar Eflingar 2026-2028

Upplýsingar um þig :: Information about you

Afrit af staðfestingu verður send á þetta netfang :: Copy of confirmation will be sent to this email address
Skrifið netfang aftur til að koma í veg fyrir innsláttarvillur :: Rewrite email address to prevent typing errors
Ég óska eftir því að tilnefna… :: I wish to nominate…

Upplýsingar um þig, frh. :: Information about you, cont.

Reynsla :: Experience

Upplýsingar um þann sem þið tilnefnið :: Information on the person you are nominating

Reynsla :: Experience

Tilnefningin er til… :: The nomination is for…

Ég samþykki að Efling-stéttarfélag vinni þær upplýsingar sem ég sendi félaginu með eyðublaði þessu í samræmi við persónuverndarstefnu félagsins. :: I consent that Efling Union process the information I send using this form in accordance with the union’s privacy policy.