Efling stéttarfélag leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna starfsmenntamálum félagsins. Um er að ræða nýtt og spennandi starf hjá félaginu en viðkomandi mun vera í lykilhlutverki í að byggja upp þjónustu og umsjón varðandi starfsmenntamál og símenntun félagsfólks.
Helstu verkefni:
- Ráðgjafi félagsins í málum sem snerta allar hliðar starfsmenntamála, símenntunar og fræðslumála.
- Samskipti og samningagerð við fræðsluaðila sem eiga í samstarfi við Eflingu um fagnámskeið og námsbrautir.
- Gæðaeftirlit og þróun á námsframboði.
- Gæðaeftirlit og þróun á fræðslustyrkjum Eflingar og launagreiðenda.
- Seta í starfshópum, stjórnum og nefndum varðandi starfsmenntamál fyrir hönd Eflingar.
- Þátttaka í stefnumótun, samstarfi og þróun er varðar helstu stoðir starfsmenntamála á almenna vinnumarkaðinum, nánar tiltekið: raunfærnimat, hæfnigreiningar, starfaprófílar, námskrár og fagbréf.
- Yfirumsjón með gerð fræðslu- og kynningarefnis fyrir félagsfólk vegna starfsmenntamála.
- Reglulegar kynningar hjá stjórn Eflingar, hjá samstarfsfólki og félagsfólki Eflingar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af starfsmenntamálum, símenntun og/eða skipulögðu fræðslustarfi aðila vinnumarkaðarins.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Kostur ef á sviði menntavísinda, nánar tiltekið starfsmenntamála, fullorðinsfræðslu eða símenntunar.
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórn er kostur.
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Nánari upplýsingar veita Garðar Ó. Ágústsson, (gardar@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir, (jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.