
Skrifstofa Eflingar stéttarfélags hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera mannauðshugsandi vinnustaður árið 2025. Viðurkenningin er veitt leiðandi íslenskum vinnustöðum sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor, fyrirtækis sem framkvæmir rauntíma mannauðsmælingar hjá fjölmörgum vinnustöðum.
Skilyrðin fela meðal annars í sér að senda þarf út mannauðsmælingar til allra starfsmanna að lágmarki ársfjórðungslega og í sumum tilvikum mánaðarlega. Þá ber vinnustaðnum að miðla niðurstöðum mælinganna reglulega til starfsmanna og gera þeim grein fyrir árangri vinnustaðarins.
Skrifstofa Eflingar hefur keyrt mælingar HR Monitor með stöðugum hætti og hefur nýtt niðurstöðurnar í daglegum rekstri. Þetta hefur gert stjórnendum kleift að bregðast strax við óskum og ábendingum starfsmanna og styrkt starfsemina í heild. Jafnframt gefa mælingarnar stjórnendum mikilvæga innsýn í gang rekstrarins og framvindu á hverju sviði.