Starfsfólk Eflingar vill stöðugt bæta þjónustu við félagsfólk sitt. Þess vegna höfum við sent út þjónustukönnun, stutta og einfalda. Niðurstöðurnar munu hjálpa okkur mjög við að þróa þjónustu Eflingar og tryggja að hún sé eins góð og mögulegt er. Við erum því afar þakklát þeim sem svara könnuninni.
Héðan í frá verður þjónustukönnun send út á hverju hausti og niðurstöðurnar munu nýtast okkur til að gera raunverulegar umbætur í þágu félagsfólks Eflingar.
Könnunin verður opin í 10 daga, frá 19.nóv til 28.nóv. og má er hægt að fara beint á könnunina með því að smella á þessa slóð: Þjónustukönnun Eflingar – Hjálpaðu okkur að gera enn betur
Efling hvetur alla félaga (sem uppfylla skilyrðin) til að taka þátt og láta rödd sína heyrast. Öll þau sem svara könnuninni fara í pott og eiga möguleika á því að hljóta vegleg verðlaun fyrir þátttökuna. Tíu verða dregin út.
Takk fyrir að hjálpa okkur að gera betur.