Jólasveinar, jólatré og jólagaman – Efling slær upp jólaballi

24. 11, 2025

Árlegt jólaball Eflingar verður haldið með pompi og prakt laugardaginn 13. desember, í Gullhömrum í Grafarholti, og hefst gleðin klukkan 14.00.

Að venju verður mikið um dýrðir á ballinu. Jólasveinar kíkja í heimsókn, hljómsveit hússins heldur uppi fjörinu meðan gestir syngja og ganga í kringum jólatréð. Gómsætar veitingar og jólaleg sætindi verða á boðstólnum. 

Miðasalan opnar næstkomandi miðvikudag, 26. nóvember, og stendur til 5. desember. Miðaverð er 500 krónur og hægt verður að kaupa miða í vefverslun Eflingar á Mínum síðum. Hver félagsmaður getur keypt allt að fimm miða.

Jólakveðjur

Efling stéttarfélag