
Efling stendur fyrir kvikmyndasýningu fyrir félagsfólk sitt þriðjudaginn 25. nóvember næstkomandi, í Bíó Paradís. Þar verður sýnd hin margverðlaunuða spænska gmanmynd mynd El buen patrón (ísl: Góði stjórnandinn, ens:The Good Boss). Myndin fjallar um eiganda verksmiðju sem á í vaxandi erfiðleikum á sama tíma og dómnefnd gerir sig líklega til að veita fyrirtækinu verðlaun fyrir árangur í rekstri. Átök, álag og óvænt atvik setja hins vegar allt úr skorðum.
The Good Boss var framlag Spánar til Óskarsverðlaunanna árið 2022 og hlaut 20 tilnefningar til Goya verðlaunanna. Myndin fékk sex verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmynd ársins. Javier Bardem fer með aðalhlutverkið og var myndin valin besta gamanmynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2022.
Miðasala fer fram á Mínum síðum Eflingar. Miðaverð er 500 krónur og innifalið er miðstærð af poppi og gosi. Hver félagsmaður getur keypt allt að tvo miða.
Myndin er á frummálinu, spænsku, en er textuð á ensku.