Jólaandinn allt umlykjandi á jólaballi Eflingar – Myndir

19. 12, 2025

Hið árlega jólaball Eflingar var haldið með miklum glæsibrag síðastliðinn laugardag, 13. desember, í Gullhömrum í Grafarholti. Húsfyllir var, nú sem endranær, og jólaandinn sveif yfir vötnum. 

Eflingarfélagar mættu með fjölskyldum sínum og áttu notalega stund á ballinu. Jólasveinarnir litu við, sprelluðu og sungu jólalög, en hljómsveit hússins hélt fjörinu gangandi. Að sjálfsögðu var gengið í kringum jólatréð og að því loknu fengu gestir sér veitingar.

Efling vill þakka félagsfólki kærlega fyrir komuna og samveruna, þetta var virkilega skemmtilegur dagur.

Hér má sjá myndir frá jólaballinu.