Jólagjöfina handa veiðimanninum færðu hjá Eflingu

Efing stéttarfélag býður veiðiklóm í hópi félaga sinna upp á sannkölluð kjarakaup fyrir þessi jól. Eflingarfélögum býðst nú að kaupa Veiðikortið 2026 á litlar 6.000 krónur en fullt, reglulegt verð þess er 9.900 krónur. 

Veiðikortið hentar bæði reyndum veiðimönnum, en einnig fjölskyldufólki, enda veiða þeir sem yngri en 14 ára eru frítt með korthafa. Með veiðikortið upp á vasann má veiða, því sem næst án takmarkana, í 38 veiðivötnum vítt og breitt um landið. Ekki nóg með það, heldur geta korthafar tjaldað endurgjaldslaust við mörg vatnanna. 

Hægt er að kaupa Veiðikortið 2026 í Vefverslun á Mínum síðum Eflingar. Rétt er að nefna að eingöngu er hægt að kaupa plastkort nú fyrir jólin og má sækja þau í móttöku skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni 1. Einnig er hægt að fá kortin send með Póstinum, án endurgjalds. Rétt er þó að benda á að miklar annir eru alla jafna hjá póstþjónustu fyrir hátíðirnar svo til að tryggja að kortið berist á réttum tíma þarf að hafa hraðar hendur, eða að sækja það í eigin persónu.