
Virkir félagsmenn Eflingar áttu notalega stund saman 11. desember síðastliðinn á árlegu jólahlaðborði sínu. Veislan fór fram í jólalegu umhverfi á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut.
Efling stéttarfélag býður árlega þeim félagsmönnum, sem hafa tekið virkan þátt í starfi félagsins, til glæsilegs jólahlaðborðs og engin undantekning var á því í ár. Á jólahlaðborðinu gladdist félagsfólk saman og fagnaði þeim árangri sem náðst hefur í baráttumálum félagsins á árinu sem er að líða.
Dýrindis jólaréttir voru á borðum, æsilegt happdrætti fór fram og þá skemmtu Unnsteinn Manuel og Daníel Friðrik Böðvarsson gestum með ljúfum tónum.
Virkum félagsmönnum bauðst að taka með sér einn boðsgest sem jafnframt var félagsmaður í Eflingu. Með því vildi félagið vekja athygli annarra félagsmanna á innra starfi Eflingar og hvetja til aukinnar þátttöku í því.
Efling stéttarfélag þakkar gestum fyrir frábært kvöld.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá kvöldinu.
























